Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sex ára strákur kveikir jólaljós í Sandgerði
Föstudagur 3. desember 2010 kl. 09:21

Sex ára strákur kveikir jólaljós í Sandgerði

Ljósin á jólatré Sandgerðinga verða tendruð síðdegis við athöfn við Grunnskóla Sandgerðis og Tónlistarskólann og hefst athöfnin kl. 17:00. Það kemur í hlut Birgis Olsen, sem er 6 ára gamall, að kveikja jólaljósin.

Sigrún Árnadóttir, bæjarstjóri flytur jólahugvekju. Skólakór Grunnskólans syngur jólalög undir stjórn Sigurbjargar Hjálmarsdóttur. Hobbitarnir stjórna fjöldasöng með aðstoð barna úr Skólakór Grunnskólans. Óvæntur gestur mætir á svæðið. Foreldrafélag Grunnskólans í Sandgerði og Nemendafélag Grunnskólans sjá um kakó og kökur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024