Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þriðjudagur 13. júlí 1999 kl. 19:09

SEX ÁRA PILTUR Í MINKAGILDRU

Um miðjan dag síðasta laugardag festi sex ára piltur aðra höndina í minkagildru skammt frá fiskverkunarhúsi Valdimars hf. í Vogum og slasaðist.Voru þeir fjórir saman, sex ára guttar að veiða þar skammt undan. Þeir uppgötvuðu gildruna og leist svo vel á fiskbeituna í henni að einn þeirra hugðist ná henni með þeim afleiðingum að gildran small saman um hendina á honum. Að sögn Kristjáns Baldvinssonar, læknis á HS, fingurbrotnaði snáðinn á löngutöng vinstri handar og fékk djúpt sár. „Hann var saumaður, settur í gips og á fúkkalyf. Það má alls ekki koma svona gildrum fyrir þar sem börn ná til því þau eru í eðli sínu forvitin“ sagði Kristján. Andrés Á. Guðmundsson, framkvæmdastjória Valdimars hf., sagði atvikið afar leiðinlegt. „Við höfum haft gildrur þarna í mörg ár enda allt morandi í mink á þessu svæði. Fiskistofa krefst meindýravarna og við skráum hvar þær eru og hvað kemur í þær. Forvitni piltanna hefur leitt þá áfram og verðum við að skoða staðsetningar gildranna betur með tilliti til forvitinna barna“ sagði Andrés.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024