Reykjanesbær 3-6 sept
Reykjanesbær 3-6 sept

Fréttir

Þriðjudagur 13. júlí 1999 kl. 19:09

SEX ÁRA PILTUR Í MINKAGILDRU

Um miðjan dag síðasta laugardag festi sex ára piltur aðra höndina í minkagildru skammt frá fiskverkunarhúsi Valdimars hf. í Vogum og slasaðist.Voru þeir fjórir saman, sex ára guttar að veiða þar skammt undan. Þeir uppgötvuðu gildruna og leist svo vel á fiskbeituna í henni að einn þeirra hugðist ná henni með þeim afleiðingum að gildran small saman um hendina á honum. Að sögn Kristjáns Baldvinssonar, læknis á HS, fingurbrotnaði snáðinn á löngutöng vinstri handar og fékk djúpt sár. „Hann var saumaður, settur í gips og á fúkkalyf. Það má alls ekki koma svona gildrum fyrir þar sem börn ná til því þau eru í eðli sínu forvitin“ sagði Kristján. Andrés Á. Guðmundsson, framkvæmdastjória Valdimars hf., sagði atvikið afar leiðinlegt. „Við höfum haft gildrur þarna í mörg ár enda allt morandi í mink á þessu svæði. Fiskistofa krefst meindýravarna og við skráum hvar þær eru og hvað kemur í þær. Forvitni piltanna hefur leitt þá áfram og verðum við að skoða staðsetningar gildranna betur með tilliti til forvitinna barna“ sagði Andrés.
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl
Reykjanes Optikk ljósan25
Reykjanes Optikk ljósan25