Sex ára handleggsbrotnaði
- hraunklifri við Bláa lónið.
Sex ára drengur handleggsbrotnaði um helgina þegar hann var að klifra í hrauninu við Bláa lónið. Drengurinn var á staðnum ásamt móður sinni þegar óhappið varð. Hann hafði verið að klifra í hrauninu fyrir utan inngang Bláa lónsins þegar hann féll niður með ofangreindum afleiðingum. Hann var fluttur með sjúkrabifreið á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi, þar sem gert var að meiðslum hans.