Sex ára ferðalag húss senn á enda?
Suðurgata 19 í Keflavík lagði upp í ferðalag í byrjun sumars árið 2013 þegar húsinu var lyft af grunni sínum og það sett á flutningabíl. Síðan þá hefur húsið verið á geymslusvæði en er núna, sex árum síðar, að fá nýtt heimilisfang.
Hér má sjá myndir af því þegar húsið var flutt frá Suðurgötu 19 árið 2013.
Hér má sjá myndir af því þegar húsið var flutt frá Suðurgötu 19 árið 2013.
Þórunn Sveinsdóttir hefur óskar heimildar til að koma fyrir byggingu á lóðinni Hafnagötu 31b Höfnum. Um er að ræða húsið sem stóð áður við Suðurgötu 19.
Umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar hefur samþykkt staðsetningu hússins í Höfnum með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemda.
Húsið sem áður stóð við Suðurgötu 19 í Keflavík gæti endað við Hafnagötu í Höfnum.