Sex ára drengur rændur í Reykjanesbæ
Sex ára drengur í Reykjanesbæ hefur verið rændur nýja reiðhjólinu sínu. Hjólið fékk hann fyrir tæpum þremur vikum síðan en skömmu fyrir hádegi í gær hefur einhver farið inn í garðinn heima hjá litla drengnum og stolið hjólinu hans. Síðan þá hefur ekkert spurst til hjólsins.
Ef einhver hefur séð hjólið á meðfylgjandi mynd eða séð einhvern taka það frá Suðurgötu 27 í Keflavík, þá má viðkomandi hafa samband við Víkurfréttir í síma 421 0002 eða senda ábendingu á [email protected]