Sex ár frá risafundi um Reykjanesbraut
Í dag, 11. janúar, eru 6 ár liðin síðan fjölmennur borgarafundur var haldinn í Stapa að frumkvæði áhugahóps um örugga Reykjanesbraut. Á fundinn mættu um eitt þúsund manns til að þrýsta á yfirvöld um að tvöfalda Reykjanesbraut sem allra fyrst. Nú sex árum síðar hefur um helmingur leiðarinnar verið tvöfaldaður og framkvæmdir við síðasta áfangan standa yfir og eiga að ljúka á miðju ári 2008. Verktakinn gælir þó við að ljúka tvöföldun Reykjanesbrautar frá Hafnarfirði til Njarðvíkur á þessu ári, 2007.
Dagsetningin 11. janúar virðist ætla að loða við áróður um bætta umferðarmenningu og umferðarmannvirki því í dag birtust fyrstu opinberu auglýsingarnar frá Samstöðu, sem eru samtök af sama meiði og Áhugahópur fyrir örugga Reykjanesbraut.
Talan 11 er táknræn fyrir tvöföldun vega en áhugahópurinn var stofnaður 11. desember 2000 og boðaði til borgarafundar 11. janúar 2001 sem um 1000 manns sóttu. Í dag, 11. janúar hefst síðan áróðursherferð Samstöðu en Steinþór Jónsson, talsmaður Reykanesbrautarhópsins, leiðir einnig Samstöðu.
Mynd: Frá fundinum í Stapa þann 11. janúar 2001.