Setuverkfall boðað á Suðurnesjum
Á sjöunda tug ófaglærðra starfsmanna á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, hafa boðað þriggja daga setuverkfall verði ekki komið til móts við launakröfur þeirra. Ríkisútvarpið greinir frá þessu. Þetta eru um 30 ófaglærðir starfsmenn á Heilbrigðistofnunni Suðurnesja og 40 starfsmenn á elliheimilinu Víðihlíð í Grindavík. Hólmfríður Georgsdóttir, trúnaðarmaður starfsmanna á Víðihlíð, segir þá fara fram á sambærilega hækkun og ófaglærðir starfsmenn leikskóla á Suðurnesjum hafi þegar fengið.
Verkfallið átti upprunalega að vera í þessari viku en því var frestað til 3. maí. Þann dag er það boðað í 12 tíma en svo í tvo sólahringa samfellt 10.-11. maí. Hólmfríður segir verkfallinu hafa verið frestað til að gefa yfirmönnum stofnunnar tíma til að athuga stöðu sína og til að sjá hvort að það þurfi raunverulega til setuverkfalls að koma. Á meðan verkfallinu stendur yrði öll þjónusta í lágmarki, fólk yrði ekki baðað og ekki klætt.
Framkvæmdastjóra stofnunarinnar var sent bréf í síðustu viku, þar sem honum er tilkynnt um setuverkfallið. Elís Reynarsson, fjármálastjóri stofnunarinnar, segir að yfirmenn hennar treysti sér ekki til að hækka laun starfsmannanna nema til komi aukin fjárframlög frá ríkinu. Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sé ekki aflögufær frekar en aðrar ríkisstofnanir. Hann segist hafa miklar áhyggjur af fyrirhuguðu verkfalli. Engir fundir eru fyrirhugaðir við starfsmennina sem stendur en trúnaðarmaður starfsmanna í Víðihlíð segist vonast til að það breytist.
www.ruv.is
Verkfallið átti upprunalega að vera í þessari viku en því var frestað til 3. maí. Þann dag er það boðað í 12 tíma en svo í tvo sólahringa samfellt 10.-11. maí. Hólmfríður segir verkfallinu hafa verið frestað til að gefa yfirmönnum stofnunnar tíma til að athuga stöðu sína og til að sjá hvort að það þurfi raunverulega til setuverkfalls að koma. Á meðan verkfallinu stendur yrði öll þjónusta í lágmarki, fólk yrði ekki baðað og ekki klætt.
Framkvæmdastjóra stofnunarinnar var sent bréf í síðustu viku, þar sem honum er tilkynnt um setuverkfallið. Elís Reynarsson, fjármálastjóri stofnunarinnar, segir að yfirmenn hennar treysti sér ekki til að hækka laun starfsmannanna nema til komi aukin fjárframlög frá ríkinu. Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sé ekki aflögufær frekar en aðrar ríkisstofnanir. Hann segist hafa miklar áhyggjur af fyrirhuguðu verkfalli. Engir fundir eru fyrirhugaðir við starfsmennina sem stendur en trúnaðarmaður starfsmanna í Víðihlíð segist vonast til að það breytist.
www.ruv.is