Setur ekki strik í reikninginn
Það að fyrirhugað álver í Helguvík fékk ekki losundarheimildir við úthlutun nú fyrir helgi, mun ekki setja strik í reikninginn hvað varðar áframhaldandi áform um byggingu álversins. Þetta er haft eftir Ragnari Guðmundssyni, forstjóra Norðuráls, í Morgunblaðinu í morgun.
Fyrirhugað álver Norðuráls í Helguvík var ekki á meðal þeirra fimm fyrirtækja sem fá losunarheimildir nú vegna gróðurhúsalofttegunda á tímabilinu 2008 til 2012. Tomahawk Development sem hefur uppi áform um kísilmálmverksmiðju í Helguvík fékk heldur ekki losunarheimildir. Aðeins var úthlutað til starfandi atvinnureksturs.
Að mati úthlutunarnefndarinnar eru ekki forsendur nú til að úthluta til þeirra umsækjenda sem ekki eru starfandi þar sem mikil óvissa er enn um stöðu þeirra verkefna t.d. varðandi orkuöflun, niðurstöðu mats á umhverfisáhrifum, útgáfu starfsleyfis og skipulagsforsendur. Nefndin telur eðlilegt að framtíðaráform þessara verkefna fái að skýrast betur áður en hún taki mál þeirra fyrir að nýju á næsta ári.
Ragnar segir í samtali við MBL að sér sýnist meðferð málsins vera í samræmi við lög. „Þau verkefni sem eru í farvatninu fá náttúrulega ekki heimildir fyrr en búið er að ganga frá öllum leyfum. Við erum ekki búnir að klára þann feril sem felst í mati á umhverfisáhrifum…það var hins vegar beðið um upplýsingar um verkefni sem hugsanlega gætu komið inn á tímanum," segir Ragnar.
Mynd/Oddgeir Karlsson: Horft yfir Helguvík.
Fyrirhugað álver Norðuráls í Helguvík var ekki á meðal þeirra fimm fyrirtækja sem fá losunarheimildir nú vegna gróðurhúsalofttegunda á tímabilinu 2008 til 2012. Tomahawk Development sem hefur uppi áform um kísilmálmverksmiðju í Helguvík fékk heldur ekki losunarheimildir. Aðeins var úthlutað til starfandi atvinnureksturs.
Að mati úthlutunarnefndarinnar eru ekki forsendur nú til að úthluta til þeirra umsækjenda sem ekki eru starfandi þar sem mikil óvissa er enn um stöðu þeirra verkefna t.d. varðandi orkuöflun, niðurstöðu mats á umhverfisáhrifum, útgáfu starfsleyfis og skipulagsforsendur. Nefndin telur eðlilegt að framtíðaráform þessara verkefna fái að skýrast betur áður en hún taki mál þeirra fyrir að nýju á næsta ári.
Ragnar segir í samtali við MBL að sér sýnist meðferð málsins vera í samræmi við lög. „Þau verkefni sem eru í farvatninu fá náttúrulega ekki heimildir fyrr en búið er að ganga frá öllum leyfum. Við erum ekki búnir að klára þann feril sem felst í mati á umhverfisáhrifum…það var hins vegar beðið um upplýsingar um verkefni sem hugsanlega gætu komið inn á tímanum," segir Ragnar.
Mynd/Oddgeir Karlsson: Horft yfir Helguvík.