Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Settu upp stórar tjaldbúðir í Grindavík
Tjaldbúðirnar. Mynd: Bsv. Þorbjörn.
Þriðjudagur 2. mars 2021 kl. 09:36

Settu upp stórar tjaldbúðir í Grindavík

Björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík setti í gærkvöldi upp stórar tjaldbúðir í Grindavík. Það var hluti af æfingum til að undirbúa björgunarsveitarfólk fyrir einhverskonar mögulegar hamfarir.

„Í kvöld skelltum við upp stórum tjaldbúðum sem eru hluti af hópslysabúnaði sveitarinnar. Tjöldin, sem eru bæði upphituð og upplýst, er hægt að nota í allskonar verkefni eins og t.d sem vettvangsstjórnstöð eða til þess að koma fórnarlömbum hópslysa í skjól. Æfingin skapar meistarann sagði einhver og þessar æfingar eru frábær leið til þess að skerpa bæði á fólki og búnaði,“ segir á Facebook-síðu sveitarinnar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hátt í 30 félagar sveitarinnar mættu og tóku þátt í æfingunni með einum eða öðrum hætti.