Miðvikudagur 14. október 2020 kl. 16:06
Setja saman samstarfshóp um skipaþjónustuklasa í Njarðvíkurhöfn
Bæjarráð Reykjanesbæjar hefur samþykkt að setja saman samstarfshóp sem mun vinna að fyrirhugaðri uppbyggingu skipaþjónustuklasa í Njarðvíkurhöfn. Bæjarráð samþykkir að Margrét A. Sanders og Jóhann Friðrik Friðriksson taki sæti í hópnum fyrir hönd bæjarráðs.