Fréttir

Setja á annað hundrað íbúðir á Asbrú í sölu
Föstudagur 25. janúar 2019 kl. 06:00

Setja á annað hundrað íbúðir á Asbrú í sölu

Leigufélagið Heimavellir hafa ákveðið að selja níu fjölbýlishús á Ásbrú í svokölluðu 900 hverfi. Um er að ræða 122 íbúðir sem eru að meðaltali 155 fm. að stærð og 32 stúdíóíbúðir sem eru um 40 fm. hver.

Eitt af forgangsverkefnum Heimavalla er endurskipulagning á eignasafni félagsins þar sem félagið hefur lagt áherslu á að selja stakar eignir og einingar sem falla ekki að stefnu félagsins eins og  kynnt var á markaði þann 19. nóvember 2018. Eftir sölu þessa eignasafns mun félagið eiga og reka 583 íbúðir á Ásbrú og er meðalstærð þeirra 98 fm.

Endurskipulagning eignasafnsins gekk vel á árinu 2018 og seldi félagið 210 íbúðir fyrir samtals 6,2 milljarða króna, þar af var eignasala á fjórða ársfjórðungi 2,9 milljarðar króna. Heildareignasala félagsins á árunum 2018 til 2020 er ráðgerð um 17 milljarðar króna en á móti hyggst félagið bæta við sig nýjum hagkvæmum eignum.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024