Bílakjarninn hekla
Bílakjarninn hekla

Fréttir

Sést lítið til sólar í vikunni
Mánudagur 14. júlí 2014 kl. 09:20

Sést lítið til sólar í vikunni

Veðurhorfur vikunnar

Það er ekki útlit fyrir margar sólskinsstundir í vikunni ef marka má veðurspár. Næsta sólarhring á suðvesturhorninu er gert ráð fyrir hægviðri, rigningu með köflum eða skúrum. Hiti verður 9 til 16 stig. Hér að neðan má svo sjá veðurhorfur út vikuna á landinu öllu.

Á miðvikudag og fimmtudag:
Suðvestlæg eða breytileg átt, 3-10 m/s og skúrir í flestum landshlutum. Hiti 10 til 17 stig, hlýjast A-lands.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Á föstudag:
Suðaustlæg átt og víða rigning, en þurrt NA-til. Hiti 13 til 18 stig.

Á laugardag, sunnudag og mánudag:
Austlægar áttir, lengst af úrkomulítið og hlýnandi veður.