Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sessý & Sjonni með tónleika í Grindavík annað kvöld
Miðvikudagur 22. september 2004 kl. 15:59

Sessý & Sjonni með tónleika í Grindavík annað kvöld

Annað kvöld, fimmtudaginn 23. september, verða tónleikar Sessý & Sjonna á veitingastaðnum Cactus í Grindavík.  Sessý & Sjonni eru dúett sem samanstendur af kassagítarspili og söng. Tónlistin sem þau spila er létt dægurlagatónlist með jazzívafi. Á lagalista þeirra má finna lög eftir ýmsa listamenn, svo sem Eric Clapton, Nina Simone, Eva Cassidy, John Lennon, Tracy Chapman, Janis Joplin og fleiri.  Þau leitast við að mynda þægilega stemningu með flottum flutningi.

Sessý (Sesselju Magnúsdóttur) þekkja margir sem fylgdust með Idol – Stjörnuleit á Stöð 2 síðastliðinn vetur en komst hún í úrslit og lenti í 8. sæti. Hún hefur sungið víða síðustu ár og er hægt að skoða vefsíðu hennar www.sessy.net til að fræðast frekar um hana sem og þennan dúett, skoða myndir og hlusta á hljóðdæmi. Sjonni hefur spilað víða með ýmsum hljómsveitum og tekið að sér fjölbreytt verkefni. Fyrir utan það að starfa sem tónlistarmaður er hann einnig gítarkennari, m.a. í Grindavík. Tónleikarnir hefjast kl. 22:30 og er miðaverð kr. 500.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024