Sérsveitin með mikinn viðbúnað á Garðvegi
Hugsanlega vopnaður einstaklingur á svæðinu
Grunur leikur á að vopnaður maður haldi til við golskálann í Leiru og er sérsveit lögreglunnar á staðnum og hefur lokað fyrir umferð á Garðvegi. Í morgun barst tilkynning um mannlausa bifreið á svæðinu og sást til hettuklædds manns við bifreiðina. Óstaðfestar heimildir segja að grunur leiki á að vopnaður maður sé hugsanlega á ferðinni en sjónarvottar segjast hafa heyrt háværa hvelli á svæðinu. Lögreglan er að umkringja svæði þar sem eru fiskihjallar við golfvöllinn í Leirunni. Lokað er fyrir alla umferð úr Garðinum.
Uppfært: Svo virðist sem lögreglan hafi lokið aðgerðum á vettvangi en tilkynning frá lögreglu mun væntanlega berast innan skamms.