Handtekinn af sérsveitarmönnum eftir árás með hamri

Sér­sveit rík­is­lög­reglu­stjóra var kölluð út til að aðstoða lög­regl­una á Suður­nesj­um eft­ir að ráðist var á mann með hamri í Reykja­nes­bæ um helgina. Átök tveggja manna í gleðskap enduðu með því að ann­ar þeirra tók upp ham­ar og beitti hon­um í áflog­um þeirra á milli. Frá þessu var greint á mbl.is
 
Fór ger­and­inn af vett­vangi í kjöl­farið og aðstoðaði sér­sveit­in við hand­töku hans, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá lög­regl­unni á Suður­nesj­um. Þoland­inn var flutt­ur á sjúkra­hús til aðhlynn­ing­ar og var út­skrifaður sam­dæg­urs. Áverk­ar reynd­ust ekki eins al­var­leg­ir og talið var í upp­hafi.