Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sérsveitarmenn gæta flugfarþega
Sérsveitarmenn í Flugstöð Leifs Eiríkssonar nú áðan. VF-mynd: Hilmar Bragi
Fimmtudagur 24. mars 2016 kl. 15:58

Sérsveitarmenn gæta flugfarþega

Í ljósi alvarlegra atburða á alþjóðaflugvellinum og víðar í Brüssel í vikunni, svo og hryðjuverka víðar í álfunni undanfarin misseri, hefur lögreglustjórinn á Suðurnesjum ákveðið að auka viðbúnað lögreglu í og við Flugstöð Leifs Eiríkssonar, með sérstakri aðstoð sérsveitar ríkislögreglustjóra.

Nú, þriðja daginn í röð, eru vopnaðir sérsveitarmenn í bæði brottfarar- og komusal Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar til að gæta öryggis flugfarþega. Myndin var tekin nú um miðjan dag í brottfararsalnum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024