Sérsveit lögreglunnar kafar á líkfundarstað - myndir
Kafarar sérsveitar ríkislögreglustjóra eru nú við köfun á þeim stað þar sem lík af 42 ára gömlum pólskum karlmanni fannst í gærmorgun. Aðstæður eru erfiðar á staðnum þar sem mikil hreyfing er á sjónum og aldan lemur klettaveggi.
Sérsveitarmennirnir njóta aðstoðar Björgunarsveitarinnar Suðurnes, sem sigldi með kafarana á staðinn. Samkvæmt upplýsingum Víkurfrétta er verið að leita að munum sem gætu tengst hinum látna.
Stjórnstöðvarbíll ríkislögreglustjóra og kafarar í Grófinni í Keflavík.
Björgunarsveitin Suðurnes aðstoðar lögregluna.