Sérstök umræða á Alþingi um varnartengd verkefni á Suðurnesjum
Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins í Suðurkjördæmi, hefur óskað eftir sérstakri umræðu á Alþingi um varnartengd verkefni á Suðurnesjum. Umræðan mun fara fram fljótlega.
Birgir hefur óskað eftir því að utanríkisráðherra svari nokkrum spurningum um málið. Að neðan eru þær spurningar sem þingmaðurinn hefur lagt fyrir ráðherrann.
Ráðherra geri grein fyrir þeim varnartengdu verkefnum sem til stendur að ráðast í á Suðurnesjum en ríkisstjórnin er ekki samstíga um.
Hvernig tengjast þessi verkefni annars vegar Atlandshafsbandalaginu og varnarsamningnum við Bandaríkin og hins vegar þjóðaröryggisstefnu fyrir Ísland?
Hvert er umfang framkvæmdanna; framkvæmdartími, heildarkostnaður og kostnaðarskipting. Hver er áætlaður starfsmannafjöldi á framkvæmdatíma? Hverning verða mannvirkin nýtt og hversu mörg störf tengjast þeim til frambúðar?