Bláa Lónið - 01apíl.
Bláa Lónið - 01apíl.

Fréttir

Sérstakt að bæjarfulltrúi brjóti trúnað
Tölvugerð mynd af Pósthússtræti 5, 7 og 9 í Reykjanesbæ.
Fimmtudagur 11. apríl 2019 kl. 06:00

Sérstakt að bæjarfulltrúi brjóti trúnað

-segir Jóhann Friðrik Friðriksson, forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar

„Það er nú svo sérstakt að upphæðin er trúnaðarmál eins og verða vill í erfiðum deilumálum og bæjarfulltrúi M-lista, Margrét Þórarinsdóttir, ákveður að brjóta þann trúnað sem er væntanlega í fyrsta skipti sem það gerist mér að vitandi í bæjarstjórn Reykjanesbæjar. Það var síðan einnig sérstakt að hún samþykkir svo fundargerðina með því sem hún var að gagnrýna. En það er rétt, sáttin er m.a. fólgin i bótum vegna tafa sem urðu á málinu þar sem það tók langan tíma að reyna að ná lendingu,“ segir Jóhann Friðrik Friðriksson, forseti bæjarstjórnar um málefni fjölbýlishússins að Pósthússtræti 5 í Reykjanesbæ.

Byggingaverktakinn hóf framkvæmdir á lóðinni á síðasta ári en um er að ræða 9 hæða byggingu, upphaflega með um 30 íbúðum. Niðurstaðan í sátt aðila er að m.a. á þann veg að byggingin minnkar þannig að fjarlægðin við Pósthússtræti 3 verður meiri en upphaflega teikningar gerðu ráð fyrir. Íbúðir í hluta hússins verða minni en áætlanir gerðu ráð fyrir.

Public deli
Public deli

Hvað gerðist í málinu sem varð til þess að framkvæmdir stöðvuðust?
„Breytingar á deiliskipulagi höfðu ekki verið samþykktar. Málinu var vísað í grendarkynningu síðastliðið haus eftir að bæjarráð mat það svo að ekki væri um minniháttar breytingar að ræða. Athugasemdir bárust m.a. vegna fjölda bílastæða, nálægð við Pósthússtræti 3 vegna vindálags, og aukins byggingarmagns. Í framhaldi var leitað leiða til þess að sætta sjónarmið og koma til móts við athugasemdir þar sem svo virðist sem einhver mistök hafi átt sér stað í leyfisferlinu.“

Hvaða lausn náðist?
„Leitast var við að ná fram sátt í málinu þar sem byggingaraðili gerði verulegar breytingar á sínum áformum frá fyrstu tillögum. Útliti byggingarinnar var breytt og þar með fjarlægð á milli bygginga aukin, bílastæðafjöldi helst sá sami og byggingarmagn minnkar.“

Voru báðir aðilar sáttir?
„Ég held að niðurstaðan sé mun betri en upphafleg áform. Við vorum í góðum samskiptum við alla aðila og gerðum okkar besta til þess að koma á móts við sjónrmið og leysa úr erfiðri og flókinni stöðu. Það virðist hafa komið einhverjum íbúum á Pósthússtræti 3 í opna skjöldu að verið væri að byggja fjölbýlishús svo nærri þeim en þau áform voru sem fyrr segir samþykkt 2005. Segja má að illskársti kosturinn hafi náðst fram ef svo má að orði komast í þessu máli.“

Hvað mun verktakinn byggja mörg hús á reitnum?
„Áætlað er að verktakinn byggi þrjú hús á lóðinni eins og það deiliskipulag gerði ráð fyrir á reitnum þegar hann keypti lóðina.“