Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sérstakir tónleikar í salnum Kópavogi
Þriðjudagur 18. febrúar 2003 kl. 09:12

Sérstakir tónleikar í salnum Kópavogi

Slagverks- ,dans- og sönghópurinn Tanhatu Marimba sem sló rækilega í gegn á Íslandi í fyrra er staddur á Húsavík um þessar mundir við kennslustörf. Stúlkurnar í hópnum koma frá Fredrikstad og er ein af stúlkunum íslensk, Jóhanna Ósk Herjólfsdóttir. Húsavíkurbær og Hafralækjaskóli hafa fest kaup á nokkrum Marimbum og eru tónlistaskólarnir fyrir norðan að hefja kennslu á þessi skemmtilegu hljóðfæri. Það sem gerir kennsluna sérstaka er að tónlistarnámið byggist á hlustun og athygli, engar nótur eru notaðar, þannig að tónlistin berst frá manni til manns. Söngur, dans, klapp og trommuspil er allt jafn nauðsynlegt í tónlistarfluningnum og skapar eina heild. Þetta er í annað sinn sem hópurinn heimsækir Ísland, en hann hélt fjölda tónleika í grunnskólum landsins í febrúar í fyrra. Hópurinn heldur tvenna tónleika í Salnum, Tónlistarhúsi Kópavogs, fimmtudaginn 20. febrúar og föstudaginn 21. febrúar og hefjast tónleikarnir bæði kvöldin kl. 20. Miðaverð er kr. 1.500 fyrir fullorðna og kr. 1.000 fyrir börn.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024