Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sérstaða Garðbúa-sýning í íþróttahúsinu
Föstudagur 17. október 2008 kl. 10:44

Sérstaða Garðbúa-sýning í íþróttahúsinu

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Garðbúar láta ekki deigan síga og halda stórsýningu um helgina þar sem þeir kynna nánst allt það sem Garbúar hafast í við starfi og leik.


Fyrirtæki, stofnanir, félagasamtök og einstaklingar hafa tekið höndum saman og sett upp sýningu í íþróttahúsinu sem fagnar 15 ára afmæli um þessar mundir. Sýningin er opin alla helgina frá 10 til 17 en í dag föstudag opnar hún formlega kl. 17 og verður opin til kl.20.

Oddný Harðardóttir, bæjarstjóri sagði sýninguna vera lið í hundrað ára afmæli sveitarfélagsins. Það hafa verið uppákomur í hverjum mánuði allt árið í Garðinum til að fagna hundrað ára afmæli sveitarfélagsins.  „Við erum að kynna okkur fyrir gestum og Garðbúum ekki síður, því það er mjög mikil starfsemi í Garðinum sem jafnvel kemur Garðbúum á óvart. Það eru allir velkomnir að kíkja á sýninguna og sjá hvernig sérstaða sveitarfélagsins er dregin fram.“

Á öðrum sýningardegi, 18.okt, ætlar Oddný, bæjarstjóri, ásamt tveimur ungum Garðbúum að taka fyrstu skóflustunguna að viðbyggingu við Gerðaskóla kl.11:30.
Nýja viðbyggingin verður um 2500 fermetrar og mun breyta allri aðstöðu innan skólans. Oddný sagði að stefnt væri að taka hana í notkun í byrjun næsta skólaárs 2009-2010. „Nú verða sérstofur eins og raungreinastofa, myndmenntastofa og tölvuver sem og aðstaða fyrir nýtt bókasafn og svo fáum við stóran sal sem verður vel nýttur í skólastarfinu,“ sagði Oddný.

Oddný sagði að á tímum sem þessum þar sem erfiðleikar væru í atvinnu- og fjármála umhverfi Íslendinga væri það hlutverk bæjarfélagana að halda áfram og það eru bæjarstjórnin í Garði að gera m.a. með því að hefja viðbyggingu við Gerðaskóla.

Nánar um dagskrá sýningarinnar í síðasta tölublaði Víkurfrétta sem er að finna á forsíðu vf.is.

Mynd tekin á 100 ára afmælishátíð sveitarfélagsins Garðs í júní í sumar.  Ingimundur Þ. Guðnason, bæjarfulltrúi, Björgvin G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra, Hr. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands og Oddný Guðbjörg Harðardóttir, bæjarstjóri.

Mynd-VF/IngaSæm