Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sérhæfing í framkvæmd stefnu, með Balanced Scorecard
Þriðjudagur 26. nóvember 2002 kl. 11:30

Sérhæfing í framkvæmd stefnu, með Balanced Scorecard

Nýtt ráðgjafafyrirtæki hefur hafið starfsemi sína, undir nafninu Orbit. Fyrirtækið sérhæfir sig í að aðstoða fyrirtæki og stofnanir við að koma stefnu sinni í framkvæmd á árangursríkan hátt. Meðal annars er stuðst við aðferðafræði Balanced Scorecard, sem ráðgjafar félagsins hafa sérþekkingu á, en einnig önnur þau verkfæri sem geta stuðlað að umbótum og leitt til aukins árangurs í rekstri. Ráðgjafar Orbit eru óháðir öllum hugbúnaðarfyrirtækjum og endurskoðunarfyrirtækjum. Í allri ráðgjafarvinnu Orbit er notast við nýjustu kenningar og reynslu á sviði stefnumiðaðrar árangursstýringar. Ákvarðanir stjórnenda og dagleg verk starfsmanna eru tengd við stefnuna með skilgreiningu markmiða og mælingum á því hvaða árangri er verið að ná í lykilþáttum rekstursins. Með þessu er leitast við að gera framkvæmd stefnunnar markvissari, ákvarðanatöku skilvirkari, samhæfa alla þætti starfseminnar og auðvelda stjórnendum að meta hvar megi bæta frammistöðuna.

Þannig einbeitir Orbit sér að því að:
· móta og aðlaga stefnuna þannig að hún taki á þeim atriðum sem skipta mestu máli
· gera aðgerðaáætlanir um framkvæmd stefnunnar og úrbætur sem stuðla að betri árangri
· innleiða stefnuna í dagleg störf starfseininga og gera hana skýrari í augum starfsmanna, t.d. með notkun stefnukorta og skorkorta
· tengja ákvarðanir stjórnenda við mat á árangri stefnunnar
· mæla þann árangur sem einstakir lykilþættir í rekstrinum eru að skila
· velja upplýsingarkerfi sem auðvelda eftirlit með árangri

Orbit sprettur úr MBA námi í Viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands. Aðalráðgjafar fyrirtækisins eru Hrönn Pétursdóttir (MBA), Jón Níels Gíslason (MBA), Sigurður Garðarsson (MBA) og Dr. Snjólfur Ólafsson. Ráðgjafarnir búa yfir víðtækri reynslu á sviði stjórnunar, ráðgjafar og kennslu.

Frekari upplýsingar má fá hjá Sigurði Garðarssyni í síma 892-1771, netfang [email protected] eða á heimasíðu okkar sem er www.orbit.is.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024