Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Sérfræðingar hersins rannsaka morðmál á Varnarstöðinni
Mánudagur 15. ágúst 2005 kl. 12:10

Sérfræðingar hersins rannsaka morðmál á Varnarstöðinni

Sérfræðingar frá Bandaríkjaher eru væntanlegir til landsins í kvöld til að aðstoða Lögregluna á Keflavíkurflugvelli og rannsóknardeild sjóhersins við rannsókn á morðmálinu sem kom upp í nótt, en þar var ung varnarliðskona svipt lífi. Atburðurinn átti sér stað í vistarverum einhleypra varnarliðsmanna.

Varnarliðsmaður er í haldi lögreglu, grunaður um verknaðinn, en íslensk stúlka er einnig í yfirheyrslu vegna málsins. Hún er ekki í haldi eins og kom fram í fyrri frétt Víkurfrétta, en hún er talin hafa verið á staðnum þegar ódæðið átti sér stað. Sýslumaðurinn á Keflavíkurflugvelli vildi þó ekki staðfesta hvort hún hafi verið vitni að atburðinum.

Nánari fréttir af atburðinum verða fluttar eftir því sem upplýsingar berast.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024