Sérfræðingar frá bandaríska hernum komnir til landsins
Sérfræðingar á vegum bandaríska hersins eru komnir til landsins vegna rannsóknar á morðinu sem framið var á varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli í fyrrinótt. Greint er frá þessu í Bylgjufréttum.
Tvítugur varnarliðsmaður hefur verið handtekinn, grunaður um morðið. Íslensk lögregluyfirvöld og rannsóknardeild bandaríska sjóhersins rannsaka málið með bandarísku sérfræðingunum.
Myndin: Blokkin þar sem tvítuga stúlkan fannst látin