Sérdeild fyrir þroskahamlaða í Reykjanesbæ
Bæjarráð Reykjanesbæjar sér nauðsyn þess að stofna sérdeild við grunnskólana í Reykjanesbæ fyrir þroskahamlaða einstaklinga. Málið var til umfjöllunar á fundi bæjarráðs í morgun þar sem tekin var fyrir tillaga skóla- og fræðsluráðs Reykjanesbæjar um málið.Tillaga skóla- & fræðsluráðs um opnun sérdeildar fyrir þroskahamlaða við grunnskóla Reykjanesbæjar var vísað til fjárhagsáætlunar 2003.