Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Fimmtudagur 14. janúar 1999 kl. 18:39

SÉRÁLIT KRISTMUNDAR Á FJÖLNOTA ÍÞRÓTTAHÚSI

Undirritaður er sammála þeirri niðurstöðu meirihluta nefndarinnar um mat tilboðum Ármannsfells hf og Verkafls hf í fjölnota íþróttahús fyrir Reykjanesbæ, þess efnis að lausnir Verkafls séu almennt betri og staðfesti það með undirskrift minni á einkunnablaðið. Ég hef alla tíð verið þeirrar skoðunnar að áætlun bæjarins um verð upp á 320 milljónir í útboðsgögnunum hafi verið alltof lág . Einnig hef ég verið þeirrar skoðunnar að sú upphæð sé bænum illviðráðanleg við núverandi fjárhagsaðstæður hans og ætti því að fresta fyrirhuguðum framkvæmdum umótilgreindan tíma eða þar til fjárhagur leyfir. Nú hefur komið í ljós að hús Ármannsfells hf mun kosta um 472 milljónir ef það yrði keypt af verktakanum sem er um 50% umfram áætlun, (152 milljónir). Því miður sá Verkafl hf sér ekki fært að verða við óskum undirritaðs um að gefa upp kaupverð á sínu húsi af einhverjum ástæðum og lýsi ég undrun minni á því. Reikna má þó með því að verð þess fari einhvers staðar nálægt verði Ármannsfells ef mið er tekið af niðurstöðum leigu- og kaupverðs eins og þau standa í tilboðunum. Legg ég því til að báðum tilboðum sé hafnað þar sem verðið sé óviðráðanlegt. Að auki komu alls 7 frávikstilboð fram, 4 frá Ármannsfelli hf og 3 frá Verkafli hf. Í öllum 4 frávikstilboðum Ármannsfells hf er gert ráð fyrir mismunandi dýrum útfærslum af óupphituðum og lítið einangruðum húsum án fjölnota búnaðar á verðbilinu frá 298-374 milljónir. Legg ég til að þeim sé öllum hafnað þar sem þau gefi litla sem enga möguleika á fjölnota notkun auk þess að vera allt of dýr. Verkafl hf býður upp á mismunandi möguleika í sínum frávikstilboðum. Í fráviki 1 er gert ráð fyrir óbreyttu húsi miðað við aðaltilboð en hraðari greiðslum bæjarins. Húsið er eftir sem áður jafn dýrt og legg ég til að því sé hafnað á sömu forsendum og aðaltilboði. Í fráviki 2 er gert ráð fyrir óupphituðum sal, malaryfirborði á völl og búnaði fyrir knattspyrnu eingöngu. Tjaldi í sal er sleppt, (ekki hægt að skipta vellinum) ásamt minni lóðarframkvæmdum. Verð er of hátt, (328 milljónir), og möguleikar á fjölnota notkun nánast engir. Legg ég til að því sé hafnað á þessum forsendum. Frávik 3, sem kostar 367 milljónir, er eins og frávik 2 að öllu leyti nema þar er gert ráð fyrir gerfigrasi á völl. Salur er óupphitaður, búnaður einungis fyrir knattspyrnu og öll fjölnota notkun því mjög takmörkuð. Legg ég til að því sé einnig hafnað sökum óviðráðanlegs verðs og takmarkaðs notkunargildis. Kristmundur Ásmundsson.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024