Séra Carlos íhugar málsókn
Séra Carlos Ferrer, fyrrverandi sóknarprestur í Tjarnaprestakalli, íhugar að fara í mál gegn Þjóðkirkjunni eftir að Sr. Bára Friðriksdóttir var ráðin sóknarprestur í prestakallinu.
Íbúar Kálfatjarnarsóknar, sem er hluti prestakallsins, ákváðu að auglýsa stöðu Carlosar þegar fimm ára ráðningarsamningi hans lauk og hefur fréttavefurinn www.visir.is eftir Halldóri Bachman, lögfræðingi Carlosar, að rangt hafi verið staðið að ákvörðuninni um að auglýsa stöðuna.
Nú hafi verið þaulreynt að sækja rétt hans innan stjórnsýslunnar, og næsta skref er að kanna forsendur fyrir dómsmáli.
VF-mynd úr safni - Frá Kálfatjörn
Íbúar Kálfatjarnarsóknar, sem er hluti prestakallsins, ákváðu að auglýsa stöðu Carlosar þegar fimm ára ráðningarsamningi hans lauk og hefur fréttavefurinn www.visir.is eftir Halldóri Bachman, lögfræðingi Carlosar, að rangt hafi verið staðið að ákvörðuninni um að auglýsa stöðuna.
Nú hafi verið þaulreynt að sækja rétt hans innan stjórnsýslunnar, og næsta skref er að kanna forsendur fyrir dómsmáli.
VF-mynd úr safni - Frá Kálfatjörn