Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Séra Bára Friðriksdóttir þjónar í Útskálaprestakalli
Þriðjudagur 3. nóvember 2015 kl. 09:44

Séra Bára Friðriksdóttir þjónar í Útskálaprestakalli

Séra Bára Friðriksdóttir hefur tekið við starfi sem prestur í Útskálaprestakalli og mun hún þjóna í Hvalsnes- og Útskálasókn. Hún þjónar í prestakallinu í afleysingu fyrir séra Sigurð Grétar Sigurðsson sem er í launalausu leyfi og hefur sest að í Noregi.

Skrifstofa Báru er í Safnaðarheimilinu í Sandgerði. Símanúmer á skrifstofunni er 423 7350. Þá má ná í Báru í símum 891 9628 og 422 7025 eða á tölvupósti, [email protected]. Fastur viðtalstími er enn ekki fyrir hendi en viðtöl verða ákveðin í samráði við þau sem þess óska, segir í tilkynningu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024