Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Séra Bára Friðriksdóttir ráðin í Tjarnaprestakall
Þriðjudagur 17. júlí 2007 kl. 16:14

Séra Bára Friðriksdóttir ráðin í Tjarnaprestakall

Valnefnd í Tjarnaprestakalli, Kjalarnesprófastsdæmi, ákvað á fundi sínum þann 6. júlí síðastliðinn að leggja til að sr. Bára Friðriksdóttir verði ráðin sóknarprestur í Tjarnaprestakalli. Níu umsækjendur voru um embættið.

Embættið veitist frá 1. september 2007. Dóms - og kirkjumálaráðherra skipar í embættið til fimm ára að fenginni niðurstöðu valnefndar.

Bára Friðriksdóttir lauk guðfræðiprófi frá HÍ 1995. Hún var skipaður prestur í Vestmannaeyjaprestakalli 1998 og vígð sama ár. Bára hefur einnig starfað í afleysingum sem sóknarprestur í Hveragerði, prestur við Hallgrímskirkju og Dómkirkju og sem héraðsprestur í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024