Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Senegal lúra á Reykjanesi
Föstudagur 13. apríl 2012 kl. 17:29

Senegal lúra á Reykjanesi



Gengið hefur verið frá byggingarleyfi fyrir nýja fiskeldisstöð sem byggð verður í landi Reykjanesbæjar á Reykjanesi. Fyrirtækið Stolt Sea Farms er byggingaraðili og ráðgerir að hefja eldi á svonefndri Senegal lúru nærri Reykjanesvirkjun í landi Reykjanesbæjar. Framkvæmdir eru að hefjast.

Framtíðaráætlanir gera ráð fyrir alls tæplega 60 þúsund fermetrum af byggingum á tæplega 9 hektara landi undir fiskeldið.

Flatfiskurinn Senegal lúra (Solea Senegalensis) er hátt verðlagður matfiskur sem nýtur síaukinna vinsælda á matborðum sérstaklega í Suður Evrópu.

Í fyrstu er ráðgert að framleiða 500 tonn af Senegal lúru en stefnt í 5000 tonna framleiðslu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024