Sendiráð BNA styrkir Víkingaheima
Sendiráð Bandaríkjanna á Íslandi hefur veitt Víkingaheimum styrk til að standa straum af kostnaði við komu William Fitzhugh prófessors við Smithsonian stofnunina hingað til lands. Hann mun halda hér þrjá fyrirlestra í tengslum við sýningu Víkingaheima þar sem saga víkinganna og landafundanna er rakin.
Willam Fitzhugh var sýningarstjóri sýningarinnar „Vikings: The North Atlantic Saga“ sem Smithsonan setti upp í tilefni af 1000 ára afmæli landafunda Leifs Eiríkssonar sem sagður er hafa fundið Norður-Ameríku. Sýningin var sett upp í sex borgum Norður –Ameríku á árunum 2000 – 2003 og er stór hluti hennar nú í Víkingaheimum.
VFmynd/elg – Elísabeth Ward, umsjónarmaður sýningarinnar í Víkingaheimum, tók við styrknum frá Kathleen M. Eagen, fulltrúa sendiráðsins BNA. Með þeim á myndinni eru Gunnar Marel Eggertsson og Helga Magnúsdóttur, upplýsinga- og menningarfulltrúi sendiráðsins.