Sendir á Þorbirni skemmdist
Útsendingar Digital-Ísland á Suðurnesjum hafa legið niðri frá því í morgun er eldingu laust niður í Grindavík. Sendir Digital Ísland á Þorbirni nálægt Grindavík skemmdist í rafmangsbilun sem varð af völdum eldingarinnar. Unnið er að viðgerð en mjög slæmt veður hefur verið á þessum slóðum síðan í morgun.