Sendiherrar Norðurlandanna heimsóttu Grindavík
Sendiherrar Norðurlandanna á Íslandi ásamt færeyska konsúlnum heimsóttu Grindavík í morgun. Tilgangur heimsóknarinnar var að kynna sér íslenskan sjávarútveg. Sendiherrarnir komu við í Saltfisksetrinu, borðuðu fisk í Salthúsinu og heimsóttu svo Vísi.
Ólafur Örn Ólafsson bæjarstjóri tók á móti sendiherrunum, mökum og starfsmönnum sendiráðanna ásamt færeyska konsúlnum í Saltfisksetrinu. Ólafur Örn fór yfir stöðu Grindavíkur og mikilvæg bæjarfélagsins í íslenskum sjávarútvegi í gegnum tíðina. Sterk staða bæjarins í þeim efnum vakti athygli gestanna sem spurðu margs, að því er fram kemur á heimasíðu Grindavíkurbæjar. Sendiherrarnir ásamt fylgdarliði fóru svo í skoðunarferð um Saltfisksetrið.
--
Mynd/www.grindavik.is