Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sendi út neyðarkall og óskaði lendingar
Þotan og viðbragðsaðilar á Keflavíkurflugvelli í kvöld. VF/Hilmar Bragi
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
föstudaginn 19. apríl 2024 kl. 20:08

Sendi út neyðarkall og óskaði lendingar

Viðbragðsaðilar voru settir á hæsta viðbúnað vegna lendingar Airbus A330 þotu frá Delta á Keflavíkurflugvelli á áttunda tímanum í kvöld. Rauður litakóði var virkjaður en hann segir m.a. til um fjölda farþega um borð í vélinni.

Áhöfn þotunnar sendi frá sér neyðarkallið „Mayday Mayday“ þegar vélin var stödd suður af landinu nú síðdegis. Áhöfnin hafði orðið vör við reyk í flugstjórnarklefa. Vélin var á leið frá London til Los Angeles.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Fjölmennt lögreglu- og sjúkralið var í viðbragðsstöðu við flugvöllinn og allir neyðarbílar flugvallarþjónustu Isavia voru virkjaðir.

Vélin lenti vandræðalaust og er nú á flugvélastæði við gamla stóra flugskýlið á Keflavíkurflugvelli.