Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Senda mennfrá Gæzlunni og lögreglu um borð í skipið
Þriðjudagur 19. desember 2006 kl. 08:14

Senda mennfrá Gæzlunni og lögreglu um borð í skipið

Skipstjóri flutningaskipsins sem er strandað út af Hvalsnesi hefur enn ekki lýst yfir neyðarástandi og er nú ráðgert að senda um borð í skipið stýrimann frá Landhelgisgæzlu og lögreglumann til að meta ástandið um borð.

 

12 menn eru um borð og hefur ekki sakað eftir því sem fréttir herma. Veður á strandstað er með versta móti og virðist heldur bæta í vind heldur en hitt.

 

Dönsku skipverjanna þriggja sem fóru útbyrðis er enn saknað, en hinum fjórum hefur verið komið í öruggt skjól á Keflavíkurflugvelli.

 

VF-mynd/elg

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024