Fréttir

Semja við Símann um fjarskiptaþjónustu
Þriðjudagur 17. júlí 2018 kl. 09:35

Semja við Símann um fjarskiptaþjónustu

Bæjarráð Sameinaðs sveitarfélags Garðs og Sandgerðis hefur falið starfandi bæjarstjóra að ganga til samninga við Símann á grundvelli fyrirliggjandi tilboða um fjarskiptaþjónustu sveitarfélagsins og skal samningurinn lagður fyrir bæjarstjórn til staðfestingar.

Jafnframt felur bæjarráð starfandi bæjarstóra að skipa verkefnahóp sem fær það verkefni að fylgja eftir innleiðingu nýs símkerfis. Hópurinn skal skila tillögu um símanúmeraseríu fyrir sveitarfélagið á næsta fundi bæjarráðs.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024