Sem betur fer fáir á ferli
Fáir eru á ferli í óveðrinu sem nú gengur yfir Reykjanesskagann. Örfáir bílar eru á ferðinni í Reykjanesbæ, enda vart ferðaveður. Björgunarsveitarmenn sem Víkurfréttir ræddu við sögðu að sem betur fer hafi fólk farið að tilmælum og ekki verið á ferðinni að nauðsynjalausu.
Björgunarsveitir hafa haft í nógu að snúast en engin alvarleg útköll hafa þó komið, fyrir utan útkall við Keflavíkurhöfn þar sem tveimur mönnum var bjargað úr bíl sem lent hafði í sjávarlóni við gömlu saltgeymsluna við höfnina.


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				