Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Selur aflífaður við Sandgerðishöfn
Fimmtudagur 28. apríl 2005 kl. 09:42

Selur aflífaður við Sandgerðishöfn

Tilkynnt var um særðan sel í Sandgerðishöfn í gærmörgun og var lögreglan kölluð á staðinn. Aflífa þurfti dýrið og var hann urðaður af starfsmönnum Sandgerðisbæjar.

Þá voru tveir ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur. Annar keyrði á 90 km hraða á Njarvíkurbraut en þar er leyfður 50 km hámarks hraði. Hinn ökumaðurinn var tekinn á Sandgerðisvegi þar sem hann mældist á 116 km hraða þar sem 90 km hraðatakmörk eru.

Ökumaður vörubíls var kærður af lögreglunni fyrir að virða ekki þungatakmörk á Hafnargötunni í Keflavík.

Þrír voru kærðir fyrir að leggja bifreið sinni ólöglega fyrir utan Fjölbrautaskóla Suðurnesja.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024