Seltjörn: Háskólanemar vilja reisa víkingaþorp
Í fundargerð skipulags- og byggingarnefndar kom fram umsókn ungs manns sem sækist eftir lóð við Seltjörn til byggingar víkingaþorps. Ellert Eiríksson bæjarstjóri, tók til máls á bæjarstjórnarfundi í gær og sagðist hafa rætt við nokkra háskólanema sem standa á bakvið þessa umsókn.Ellert sagði að ætlunin væri að reisa víkingaþorp nálægt aðalbraut svo mögulegt sé að laða að ferðamenn. Nemendurnir staðfestu við Ellert að þetta væri verkefnavinna á vegum Háskólans en hún væri raunveruleg og höfðu nemendurnir kynnt sér ítarlega bygginamöguleika víkingaþorpsins. Skipulags- og bygginganefnd tók jákvætt í erindið en í ljósi þess að það vantaði deiliskipulag við Seltjörn þá væru ekki lóðir til úthlutunar. Ellert Eiríksson sagðist þó eiga von á því að viðunnandi lausn kæmi, en það yrði í verkahring nýrrar bæjarstjórnar að taka málið til afgreiðslu. Nemendunir hafa byggt sína hugmynd á víkingaþorpi sem staðsett er á Jótlandi og vilja gefa fólki möguleika á að upplifa lifnaðarhætti forfðera sinna. Skúli Þ. Skúlason forseti bæjarstjórna, sagði hugmyndina góða og vel þess virði að skoða. Og minnti hann á að nú stæðu yfir viðræður íslenska ríkisins um kaup á Víkingaskipinu Íslendings.