Selir sestir að á Fitjum?
Þrír selir hafa undanfarnar vikur haldið til á klöppum í fjörunni á Fitjum, skammt frá þeim stað sem nú rís naust Íslendings og Víkingaheimar. Í dag náði Sigurður B. Magnússon þessar mynd af einum þeirra, þar sem hann spókaði sig í sólinni með Skipasmíðastöð Njarðvíkur í baksýn.
Það væri óneitanlega ánægjulegt ef selir væru að setjast að á þessum slóðum, enda myndu þeir örugglega passa vel inn í umgjörð víkingaheimanna á Fitjum.