Seldi unglingum áfengi
Lögreglan á Suðurnesjum stóð um helgina eiganda veitingahúss í Keflavík að því að selja 19 ára pilti áfengi. Inni á staðnum voru tveir 19 ára piltar til viðbótar sem einnig voru með áfenga drykki. Lögreglumenn ræddu við piltana og skoðuðu einnig rekstrarleyfi eigandans. Í ljós kom, að hann hafði leyfi til að selja áfengi til klukkan ellefu, en klukkan var nær tólf þegar þarna var komið sögu.
Rétt um miðætti var enn hópur fólks inni á staðnum og var eigandanum þá gerð grein fyrir því að hann yrði að rýma húsnæðið. Það gerði hann en var afar ósáttur við afskipti lögreglu.
Mál af þessu tagi eru tilkynnt leyfisveitanda skemmtistaða, í þessu tilviki sýslumanninum í Keflavík.