Seldi fyrsta farþeganum ferð út í geiminn
Jeffery Manber, forstjóri breska fyrirtækisins Yuzoz ltd., sem hyggst reisa „geimstöð“ í Svartsengi, er fyrrum forstjóri fyrirtækisins MirCorp, sem leigði geimstöðina Mír á sínum tíma og seldi auðkýfingnum Dennis Tito ferð út í geiminn.
MirCorp var stofnað af hópi auðkýfinga sem ætluðu að breyta Mír í geimhótel og fjárfesti á sínum tíma í því verkefni fyrir 20 milljónir dollara. Dennis Tito var fyrsti maðurinn til að kaupa far út í geiminn og dvöl í geimstöðinni Mír á vegum MirCorp. Fleiri slíkir samningar voru í farvatninu þegar rússnesk stjórnvöld drógu sig út úr fyrirtækinu og ákváðu að eyða stöðinni sem kunnugt er.
Að sögn Jeffery Manber hefur undirbúningur að verkefninu í Svartsengi staðið yfir í tvö ár en að því koma m.a. ýmsir geimvísindamenn við þróun og smíði þess búnaðar sem verður í stöðinni. Beðið er eftir samþykki bæjaryfirvalda í Grindavík vegna lóðarinnar en skipulagsnefnd hafði tekið jákvætt í erindi Yuzoz ltd.
Eins og VF hefur greint frá, verður reist lítil glerkúla, u.þ.b. 50 fermetrar að flatarmáli en í henni verður búnaður til að taka frá merkjum og bylgjum utan úr geimnum. Um er að ræða merki og bylgjur frá sólgosum, hljóðmerki frá fjarlægum plánetum, rafbylgjur frá norðurljósum og annað í þeim dúr. Búnaðinum er síðan ætlað að breyta þessum merkum í sýnilegt form með slembitölum sem til verða við umbreytingu merkjanna.
Mynd: Jeffery Manber í Svartsengi en þar á geimkúlan að rísa. VF-mynd: Ellert Grétarsson.
MirCorp var stofnað af hópi auðkýfinga sem ætluðu að breyta Mír í geimhótel og fjárfesti á sínum tíma í því verkefni fyrir 20 milljónir dollara. Dennis Tito var fyrsti maðurinn til að kaupa far út í geiminn og dvöl í geimstöðinni Mír á vegum MirCorp. Fleiri slíkir samningar voru í farvatninu þegar rússnesk stjórnvöld drógu sig út úr fyrirtækinu og ákváðu að eyða stöðinni sem kunnugt er.
Að sögn Jeffery Manber hefur undirbúningur að verkefninu í Svartsengi staðið yfir í tvö ár en að því koma m.a. ýmsir geimvísindamenn við þróun og smíði þess búnaðar sem verður í stöðinni. Beðið er eftir samþykki bæjaryfirvalda í Grindavík vegna lóðarinnar en skipulagsnefnd hafði tekið jákvætt í erindi Yuzoz ltd.
Eins og VF hefur greint frá, verður reist lítil glerkúla, u.þ.b. 50 fermetrar að flatarmáli en í henni verður búnaður til að taka frá merkjum og bylgjum utan úr geimnum. Um er að ræða merki og bylgjur frá sólgosum, hljóðmerki frá fjarlægum plánetum, rafbylgjur frá norðurljósum og annað í þeim dúr. Búnaðinum er síðan ætlað að breyta þessum merkum í sýnilegt form með slembitölum sem til verða við umbreytingu merkjanna.
Mynd: Jeffery Manber í Svartsengi en þar á geimkúlan að rísa. VF-mynd: Ellert Grétarsson.