Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sektaður fyrir að reykspóla
Þriðjudagur 1. júlí 2014 kl. 11:35

Sektaður fyrir að reykspóla

Hávaðasamt og hættulegt

Töluvert hefur verið kvartað undan því að undanförnu að einstakir ökumenn geri það að leik sínum að reykspóla á bílplönum, í hringtorgum í Reykjanesbæ. Lögreglan á Suðurnesjum segir frá því á facebook síðu sinni.  Þar segir að athæfið valdi oft miklum hávaða, reyk og skapi hættu, auk þess sem svona framferði sé fyrst og fremst brot á umferðarlögum. Lögregla hafði afskipti af ökumanni í vikunni, sem þandi bifreið sína með þessum hætti í hringtorgi. Hann varð tíu þúsund krónum fátækari, auk þess sem rituð var lögregluskýrsla um athæfið. Nú verður sérstaklega fylgst með því að ökumenn láti af þessum ósóma, hvort heldur er að nóttu eða degi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024