Fréttir

Sekt upp á rúmlega 200 þúsund vegna hraðaksturs
Mánudagur 4. febrúar 2019 kl. 14:56

Sekt upp á rúmlega 200 þúsund vegna hraðaksturs

Fjórtán ökumenn voru kærðir fyrir hraðakstur í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum um helgina. Sá sem hraðast ók mældist á 149 km hraða á Reykjanesbraut þar sem hámarkshraði er 90 km á klukkustund. Viðurlög við slíku broti eru 210 þúsund króna sektargreiðsla og ökuleyfissvipting í einn mánuð. Einn þessara fjórtán var einnig grunaður um ölvunarakstur.
 
Þá voru fáeinir teknir úr umferð vegna gruns um vímuefnaakstur og reyndist einn þeirra vera án ökuréttinda. Jafnframt vorur skráningarnúmer fjarlægð af þremur bifreiðum sem voru óskoðaðar eða ótryggðar í umferðinni.
Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024