Segja upp samningum um upplýsingamiðstöð í Leifsstöð
Ferðamálastofa hefur sagt upp samningum um rekstur ferðamálastofa á landinu með það í huga að endurskoða þá í tilliti til rekstrar á árinu 2010. Þar á meðal er samningi um rekstur Upplýsingamiðstöðvar ferðamanna í Flugstöð Leifs Eiríkssonar sagt upp frá og með áramótum 2009/2010 og boðað er til viðræðna um endurskoðun á rekstrinum.
Í ljósi þess hefur bæjarráð Sangerðis lagt til við bæjarstjórn að bæjarstjóra verði falið að segja upp samningum við starfsmenn Upplýsingamiðstöðvarinnar á Keflavíkurflugvelli og ganga til viðræðna við Ferðamálastofu.