Segja hagsmuni Fasteignar tekna fram yfir hagsmuni sveitarfélaganna
Með fyrirhuguðum breytingum á eignarhaldsfélaginu Fasteign er komið í veg fyrir að sveitarfélög geti á leigutímanum keypt eignir sínar til baka og ljóst að verið er að binda hendur sveitarstjórna næstu 30 árin. Þetta er mat minnihlutans í bæjarstjórn Sandgerðis en hann hefur lýst sig andvígan þessum breytingum.
Minnihlutinn segir að sérstakt áhyggjuefni séu áhrif breytinganna á kaupskyldu og 5 ára endurleiguákvæði eins og fram komi í minnisblaði sem KPMG hafi lagt fram.
"Þá er hætta á því að á endanum verði sveitarfélög skuldbundin til að kaupa eignir sínar til baka yfir markaðsverði. Með breytingunum eru hagsmunir Eignarhaldsfélagsins Fasteignar settir ofar hagsmunum sveitarfélaganna og íbúa þeirra. Bæjarfulltrúar S-lista og B-lista geta ekki sætt sig við þetta og áskilja sér allan rétt til aðgerða í málinu á seinni stigum," segir í bókun minnihlutans frá síðasta bæjarstjórnarfundi.
Mynd: Frá Sandgerði.
Minnihlutinn segir að sérstakt áhyggjuefni séu áhrif breytinganna á kaupskyldu og 5 ára endurleiguákvæði eins og fram komi í minnisblaði sem KPMG hafi lagt fram.
"Þá er hætta á því að á endanum verði sveitarfélög skuldbundin til að kaupa eignir sínar til baka yfir markaðsverði. Með breytingunum eru hagsmunir Eignarhaldsfélagsins Fasteignar settir ofar hagsmunum sveitarfélaganna og íbúa þeirra. Bæjarfulltrúar S-lista og B-lista geta ekki sætt sig við þetta og áskilja sér allan rétt til aðgerða í málinu á seinni stigum," segir í bókun minnihlutans frá síðasta bæjarstjórnarfundi.
Mynd: Frá Sandgerði.