Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Segja formann bygginganefndar hafa byggt óleyfilega
Mánudagur 11. febrúar 2008 kl. 10:30

Segja formann bygginganefndar hafa byggt óleyfilega

Fulltrúar minnihlutans í bæjarstjórn Voga kröfðust þess á bæjarstjórnarfundi fyrir helgi að formaður Skipulags- og bygginganefndar, viki sæti á meðan unnið er í máli hans, en hann sakaður er um að hafa byggt óleyfilega.

„Í ljósi úttektar byggingafulltrúa og höfnun byggingarnefndar á stöðuleyfi ásamt ásökunum um að hann [form. skipulags- og bygginganefndar] hafi byggt óleyfilega á lóð þar sem eignarhald er óljóst viljum við leggja til að formaður skipulags- og bygginganefndar víki úr starfi sem formaður nefndarinnar á meðan unnið er í málinu. Enda teljum við það alls ekki sæmandi að maður sem situr undir svo alvarlegum ávirðingum sé formaður nefndar sem  á að sjá um að hvarvetna í bæjarfélaginu sé byggt í samræmi við gildandi skipulag, lagaákvæði og reglugerðir um skipulags- og byggingarmál,“ segir orðrétt í bókun minnihlutans frá bæjarstjórnarfundinum.

Þarna er vísað í greinargerð byggingafulltrúa frá síðasta fundi skipulags- og bygginganefndar vegna Breiðagerðis 3, sem þarna um ræðir.  Formaður nefndarinnar, Gunnar Helgason, vék þá sæti á meðan málið var tekið fyrir.
Í fundargerðinni kemur fram að áður frestaðri umsókn um stöðuleyfi hafi verið tekin fyrir og henni hafnað það sem ekki lá fyrir umráðaréttur umsækjanda yfir lóðinni.

„Eins og byggingarreglugerð mælir fyrir um ber að sækja um leyfi fyrir öllum þeim framkvæmdum sem setja varanlega ásýnd á landið.  Það sem framkvæmt hefur verið á lóðinni án leyfis byggingaryfirvalda beri að fjarlægja og hreinsa lóðin án tafar,“ segir í fundargerðinni.

Tekist var á um málið á síðasta bæjarstjórnarfundi og var samþykkt með fjórum atvæðum meirihlutans gegn þremur atkvæðum minnihlutans að fresta afgreiðslu málsins, á þeirri forsendu að frestur aðila til andmæla væri ekki liðinn.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024