Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Segja bremsuskilyrði á flugbraut ekki í samræmi við upplýsingar úr flugturni
Mánudagur 29. október 2007 kl. 09:46

Segja bremsuskilyrði á flugbraut ekki í samræmi við upplýsingar úr flugturni

Flugstjóri þotunnar sem lenti í vandræðum aðfararnótt sunnudags á Keflavíkurflugvelli beitti harðri lendingu vegna upplýsinga sem hann hafði fengið um aðstæður á flugbrautinni. Er það í samræmi við leiðbeiningar frá framleiðanda flugvélarinnar og hönnun hennar og er ætlað að auka bremsuhæfni við aðstæður sem þessar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá JetX, eiganda flugvélarinnar. Mbl.is greinir frá þessu í morgun.


Í aðflugi að Keflavík fékk áhöfnin upplýsingar frá flugturni þar sem fram kom að bremsuskilyrði og veður fyrir flugbraut 02 væru góð með ís á stöku stað eins og fram kemur í fréttatilkynningu Rannsóknarnefndar flugslysa, samkvæmt tilkynningu frá JetX.

Með tilliti til þessara aðstæðna og í samræmi við almennar verklagsreglur í flugi valdi flugstjórinn að beita harðri lendingu.
Lending vélarinnar var með eðlilegum hætti en við lok lendingarbruns varð áhöfninni ljóst að bremsuskilyrði voru algerlega ófullnægjandi og önnur en samkvæmt upplýsingum frá flugturni. Skilyrði voru með þeim hætti að klakabrynja huldi aksturssvæðið og við þessar aðstæður reyndist erfitt að hafa eðlilega stjórn á hraða vélarinnar.


Í kjölfarið þessa atviks var öðrum flugvélum í aðflugi að Keflavíkurflugvelli beint frá og lentu tvær flugvélar Icelandair á flugvellinum á Egilsstöðum. Fyrstu rannsóknir gefa eindregið til kynna að ísing á aksturssvæði sé orsök atviksins.

Stytt frétt af www.mbl.is


 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024