Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Segja ársreikninginn varnarsigur
Föstudagur 28. maí 2010 kl. 09:56

Segja ársreikninginn varnarsigur


Sveitarfélagið Vogar er svo að segja rekið „á núllinu” eins og það er oft orðað en ársreikningur þess fyrir árið 2009 sýnir hagnað upp á tæplega 350 þúsund krónur. Ársreikningur sveitarfélagsins var lagður fram til seinni umræðu í gær á síðasta bæjarstjórnarfundinum á þessu kjörtímabili.

Núverandi meirihluti segir ársreikningin verða ákveðinn varnarsigur í því erfiða árferði sem sveitarfélög glími við í dag.  Rekstrarniðurstaða samantekins árshlutareiknings sýni hagnað upp á tæplega 350.000 kr. Veltufé frá rekstri nemi rúmlega 68,5 milljónum kr, Handbært fé Framfarasjóðs Sveitarfélagsins Voga hafi verið rúmar 1.369 milljónir í árslok, að því er fram kemur í bókun E-listans.

„Mikilvægt er að meta stöðuna í dag m.t.t. til framkvæmda og uppgreiðslu lána. 700 milljón króna heimild bæjarstjórnar til uppgreiðslu lána er til staðar ef tækifæri gefst til að greiða upp óhagstæð lán. Einnig er mikilvægt að sveitarfélagið leggi sitt af mörkum til að koma hjólum atvinnulífsins af stað. Það hefur verið gert með umhverfisverkefnum, nú síðast með útboði á uppbyggingu á íþróttasvæði og útboði á endurbyggingu fráveitu. Einnig er viljayfirlýsing um uppbyggingu hýsingarmiðstöðvar í Vogum  liður í þessari stefnu. Stærsta verkefnið framundan er að ná betri tökum á rekstrinum og tók E-listinn þá ákvörðun við gerð síðustu fjárhagsáætlunar að brúa rekstrarhallan á næstu 3 árum. Halda verður áfram með hagræðingaraðgerðir en lágmarka skerðingu á þjónustu. Grunnþjónustu verður að verja í lengstu lög,“ segir í bókun E-listans frá fundinum í gær.

Þá segir ennfremur að ábyrg fjármálastjórn sé grundvöllur þess að hægt sé að halda áfram uppbyggingu fjölskylduvæns samfélags með þjónustu í fremstu röð. Sveitarfélagið Vogar hafi alla burði til að vera í fremstu röð sveitarfélaga á Íslandi.

H-listinn lagði fram bókun þar sem m.a. segir að rekstrarkostnaður hafi hækkað um 139,4% í valdatíð E-listans.
„Við í minnihlutanum tökum undir að Sveitarfélagið Vogar hefur alla burði til að vera sterkt sveitarfélag og búa vel að sínu fólki. Það hefur því miður ekki gerst undir stjórn E-listans. Nú liggja fyrir fjórðu ársreikningar E-listans í meirihluta í stjórn sveitarfélagsins þar sem meint örugg fjármálastjórn er stunduð. Ef bornar eru saman tölur frá síðasta ársreikning H-listans í bæjarstjórn kemur fram að almennur rekstrarkostnaður hefur hækkað um 139,4% í valdatíð E-listans.  Atvinnuuppbyggingin er slík að engum nýjum lóðum hefur verið úthlutað á kjörtímabilinu. Fjármálastjórnunin var slík að 387 milljónir voru teknar úr úr Framfarasjóðnum,“ segir í bókun H-listans

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024