Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Segja aðalfund Menningarsetursins að Útskálum ólögmætan
Fimmtudagur 28. júní 2012 kl. 11:40

Segja aðalfund Menningarsetursins að Útskálum ólögmætan

Fulltrúar meirihlutans í bæjarráði Sveitarfélagsins Garðs segja að aðalfundur Menningarsetursins að Útskálum sem haldinn var 19. júní sl. hafi verið ólögmætur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Fundargerð aðalfundarins var tekin fyrir í bæjarráði Garðs í vikunni. Menningarsetrið að Útskálum er einkahlutafélag í eigu Útskálasóknar, Sveitarfélagsins Garðs, Sparisjóðsins í Keflavík/Landsbankans, Dacoda hugbúnaðar ehf. og Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis.

Ekkert aðalfundarboð barst sveitarfélaginu sem hluthafa í Menningarsetrinu og þar af leiðandi lítur því N og L listi svo á að fundurinn hafi verið ólögmætur. Fulltrúi D lista situr hjá við afgreiðslu fundargerðarinnar.