Brons
Brons

Fréttir

Segja aðalfund Menningarsetursins að Útskálum ólögmætan
Fimmtudagur 28. júní 2012 kl. 11:40

Segja aðalfund Menningarsetursins að Útskálum ólögmætan

Fulltrúar meirihlutans í bæjarráði Sveitarfélagsins Garðs segja að aðalfundur Menningarsetursins að Útskálum sem haldinn var 19. júní sl. hafi verið ólögmætur.

Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25

Fundargerð aðalfundarins var tekin fyrir í bæjarráði Garðs í vikunni. Menningarsetrið að Útskálum er einkahlutafélag í eigu Útskálasóknar, Sveitarfélagsins Garðs, Sparisjóðsins í Keflavík/Landsbankans, Dacoda hugbúnaðar ehf. og Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis.

Ekkert aðalfundarboð barst sveitarfélaginu sem hluthafa í Menningarsetrinu og þar af leiðandi lítur því N og L listi svo á að fundurinn hafi verið ólögmætur. Fulltrúi D lista situr hjá við afgreiðslu fundargerðarinnar.